- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Í október unnu börnin í 1. - 4. bekk þemaverkefni um dýr. Föstudaginn 28. október héldu börnin kynningu á afrakstri vinnunnar. Börnin í 1. og 2. bekk sögðu frá húsdýrunum, sýndu dýrið sitt sem þau höfðu skapað úr trölladeigi og fóru með vísur eftir Hákon Aðalsteinsson. Börnin í 3. og 4. bekk unnu með dýrin í Afríku, þau sungu saman lagið um dýrin í Afríku. Hvert og eitt barn kynnti síðan sitt dýr sem það hafði valið sér og sýndi mynd sem það hafði teiknað. Börnin í 3. og 4. bekk settu sitt verkefni upp sem fræðibókartexta. Það er skemmst frá því að segja að kynningin tókst einstaklega vel, allir búnir að leggja á sig mikla vinnu og voru greinilega búnir að læra heilmikið um dýrið sitt. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá kynningunni.
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |