Elsti árgangur Skýjaborgar í fyrstu skólaheimsókn

Á þriðjudaginn kom elsti árgangur Skýjaborgar í skólaheimsókn í Heiðarskóla – hópurinn hefur valið sér nafnið Eiturslönguhópur. Börnin byrjuðu í Heiðarborg þar sem farið var í alls kyns leiki með Sólrúnu íþróttakennara. Síðan kom Eiturslönguhópur í Heiðarskóla þar sem skólastjóri tók á móti þeim og sýndi þeim m.a. list- og verkgreinarými og stóra ísskápinn í mötuneytinu. Börnin fengu einnig að kíkja í heimsókn í heimastofur námshópa ásamt því að leika úti og kíkja á bóksafnið. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin í Eiturslönguhópi.