- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Upplestrarhátíð Heiðarskóla fór fram í dag og óhætt er að segja að hátíðin hafi verið sannkölluð gæðastund – allir þátttakendur komu dómnefnd og gestum á óvart með sannkölluðum gæðalestri. Nemendur í 7. bekk eru búnir að æfa sig jafnt og þétt í áheyrilegum, fallegum og túlkuðum upplestri texta frá því í nóvember 2020. Dómnefnd fékk síðan það erfiða hlutverk að velja þrjá fulltrúa til að taka þátt fyrir hönd skólans í Upplestrarhátíð Vesturlands sem haldin verður í Laugargerðisskóla þann 18. mars n.k.
Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með frábæran upplestur - hrein unun var á að hlýða.
Fulltrúar Heiðarskóla 2021 í Vesturlandshluta keppninnar eru Arna Rún Guðjónsdóttir og Aldís Tara Ísaksdóttir, til vara er Guðbjörg Haraldsdóttir. Innilega til hamingju.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |