Erasmus+ Hob’s adventure verkefni

Leikskólinn er að fara af stað í tveggja ára Erasmus+ verkefni í samstarfi við Grænfánann/Landvernd um lífbreytileika, en Landvernd bauð okkur þátttöku þar sem við höfum unnið svo flott starf í tengslum við lífbreytileika. Verkefnið gengur út á að þróa og prófa verkefni í tengslum við lífbreytileika (eða á mannamáli: að læra um pöddur, plöntur, dýr og vistkerfi) fyrir 5-9 ára börn í samstarfi við Grænfánaskóla í Eistlandi, Lettlandi og Slóveníu. Alls eru 11 skólar (leik- og grunnskólar) á Íslandi ásamt um 10 skólum frá Eistlandi, Lettlandi og Slóveníu. 

Eyrún og Sigurbjörg voru á fyrsta fjarfundi verkefnisins í gær og leggst þetta vel í mannskapinn. Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni sem mun standa til vors 2020.