Færir öllum leikskólum landsins gjöf.

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færði leikskólanum Skýjaborg Hvalfjarðarsveit námsefni að g…
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur færði leikskólanum Skýjaborg Hvalfjarðarsveit námsefni að gjöf á dögunum, sem ætlað er að bæta málþroska barna. En Bryndís gerir gott betur og í samstarfi við Ikea, Lýsi, Marel, Raddlist og hjónin Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur mun hún færa öllum leikskólum á landinu námsefnið að gjöf.
Námsefnið heitir Lærum og leikum með hljóðin og er ætlað öllum barnafjölskyldum og skólum. „Allir leikskólar á landinu fá nú í sumar heildstætt efni úr Lærum og leikum með orðin að gjöf til að nýta í starfi með leikskólabörnum. Aukaefni eins og púsl, límmiðar og vinnusvuntur, sem styðja við hljóðanámið með fallegum stafamyndum, fylgir með í skólapökkunum. Einnig munu fimm íslensk smáforrit fyrir iPad vera gefin samhliða til allra skólanna og foreldra íslenskra barna.

Hérna er Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Skýjaborgar að taka við námsefninu frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing.
Þökkum við starfsfólk og börn í leikskólanum Skýjaborg fyrir þessa höfðingjalegu gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing.