Farfuglaverkefni

Áralöng hefð er fyrir því í Heiðarskóla að fylgjast með komu farfuglanna til landsins. Í hvert skipti sem ný tegund lendir í Hvalfjarðarsveit er sett upp mynd af fuglinum. Ansi margir farfuglar lentir hjá okkur núna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Það gleður okkur mikið enda vitum við að þá styttist í kærkomið sumar.