- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Undanfarið hefur verið mikið að gera í Heiðarskóla. S.l. miðvikudag var gróðursetningardagur, nemendur settu niður kartöflur og gróðursettu tré. Á föstudaginn var velheppnaður "survivordagur" í Fannahlíð. Nemendur skólans leystu alls kyns þrautir í ratleik fyrir hádegi en eftir hádegið smíðuðu krakkarnir brú yfir lækinn og fóru í leiki. Í dag var hjóladagur. Lögreglan kom í heimsókn og var með fræðslu, hjólaskoðun og hjólabraut fyrir nemendur. Inn á myndasafnið eru komnar nýjar myndir. Unglingadeildin fór í sitt árlega skólaferðalag í morgun. Að þessu sinni var farið í Skagafjörðinn. Unglingarnir eru netsambandslausir í ferðinni en við fáum vonandi einhverjar fréttir af þeim. Þeir koma aftur heim á miðvikudaginn.
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |