Foreldrakaffi

Á aðventunni í kringum afmæli leikskólans bjóðum við foreldrum í morgunkaffi. Kaffið var haldið föstudaginn 7. desember kl. 8:30-10:00. Vel var mætt og myndaðist róleg og notaleg stemmning. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

Fyrir kaffið voru börnin spurð hvernig þau sæju fyrir sér kaffið. Langflestir vildu bjóða upp á jólakökur. Svo það var farið í það að baka súkkulaðibitakökur og piparkökur. Einnig voru piparkökurnar skreyttar fyrir kaffið. Þá var einnig boðið upp á brauð og álegg.