Fótboltaþjálfari í heimsókn

Í vikunni fengum við til okkar Aron Ými fótboltaþjálfara. Aron hitti börnin á yngsta- og miðstigi og ræddi við þau um mikilvægi þess að vera góður liðsfélagi í íþróttum. Vera hvetjandi og stuðla þannig að góðri fótboltamenningu hvar sem maður spilar fótbolta, á æfingum eða í útiveru í skólanum. Aron kíkti einnig á völlinn með krökkunum. Þökkum Aroni kærlega fyrir góða, gagnlega og skemmtilega heimsókn.