Áhrif skjátíma á þroska og líðan barna

Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar stóð fyrir fróðlegu fræðsluerindi í Heiðarskóla í gær. Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi ræddi um áhrif skjátíma á þroska og líðan barna. Unnur fór m.a. yfir niðurstöður rannsókna á áhrifum snjallsíma á aukningu á kvíða og þunglyndi o.fl. meðal barna. Hún ráðlagði foreldrum að leggja áherslu á takmarkaðan skjátíma, skjálausar stundir, frjálsan leik, svefn, val á viðhorfi, úrræði tilfinninga, þekkingu og notkun á styrkleikum, djúpa öndun, slökun og hugleiðslu. Hún mælti einnig með því að börn fengju ekki snjallsíma yngri en 14 ára og færu ekki á samfélagsmiðla yngri en 16 ára. Unnur vildi meina að við þyrftum vitundarvakningu í samfélaginu til að snúa við slæmri þróun varðandi líðan barna eftir að snjallsímar komu til sögunnar. Varðandi skjátíma barna mælti Unnur með eftirfarandi:

0 – 2 ára engin skjátími

2- 5 ára 1 klst á dag, fræðandi og gagnvirt með fullorðnum

6 – 12 ára 2 klst á dag