Frétt frá bókasafninu

Bókasafn Heiðarskóla miðar að því að þjónusta nemendur vel og stuðla að auknum lestraráhuga. Til þess þurfum við að vita hvaða bækur höfða til nemenda og hvar áhuginn liggur hverju sinni. Nú er jólabókaflóðið í hámarki og finnst nemendum spennandi að sjá úrvalið af barna- og ungmennabókum. Starfsfólk bóksafnsins ákvað því að leggja talsverða vinnu í að skoða hvaða bækur nemendur Heiðarskóla vildu að keyptar væru inn á safnið. Áhersla er lögð á að kaupa fyrst þær bækur sem reynast vinsælastar.

Allir nemendur fengu tvo atkvæðaseðla og gátu því valið tvær bækur með því að stinga atkvæðaseðlinum í þar til gerða vasa.

Nú er búið að telja og skrá öll atkvæðin og voru vinsælustu bækurnar þessar:

 

1. Pabbi prófessor

2. Dagbók Kidda klaufa: Hundaheppni

3. Þín eigin hrollvekja

4. Endalokin: Útverðirnir

5. Kafteinn ofurbrók og stórkarlalætin í Styrmi Stybban

6. Lói: Þú flýgur aldrei einn

7. Úlfur og Edda: Dýrgripurinn

8. Andlit: Förðunarbók

 

Hér er svo listi yfir þrjár vinsælustu bækurnar á hverju stigi:

 

Yngsta stig:

 

1.    Pabbi prófessor

2.    Dagbók Kidda klaufa: Hundaheppni

3.    Lói: Þú flýgur aldrei einn

 

Miðstig:

 

1.    Pabbi prófessor

2.    Dagbók Kidda klaufa: Hundaheppni

3.    Þín eigin hrollvekja

 

Unglingastig:

 

1.    Endalokin: Útverðirnir

2.    Andlit: Förðunarbók

3.-4. Pabbi prófessor og 172 tímar á tunglinu