- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í vetur verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1. - 4 bekk mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14:30 - 16:30 á hefðbundnum nemendadögum samkvæmt skóladagatali. Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramót. Foreldrar skrá börn sín í frístund hjá skólastjóra og gjaldskrá má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Tveir starfsmenn skólans skipta með sér að vera með börnunum í frístund, Berglind Sigurðardóttir verður að öllu jöfnu á þriðjudögum og fimmtudögum og Sigríður Vilhjálmsdóttir á mánudögum og miðvikudögum. Á fimmtudaginn var fyrsti opnunardagur í frístund og þótti hann takast vel, börnin fengu hressingu og léku saman, inni og úti. Meðfylgjandi mynd var tekin í hressingunni.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |