- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Fjölmennt var á Fullveldishátíð Heiðarskóla sem haldin var í gær. Nemendur á yngsta stigi fluttu söngatriði og flauturokk og nemendur á unglingastigi fluttu tvö stutt leikrit. Ekki var annað að sjá og heyra en gestir hefðu verið hæstánægðir með útkomuna hjá krökkunum. Starfsfólk skólans er einstaklega stolt af krökkunum þar sem allir stóðu sig með mikilli prýði í alls kyns verkefnum. Eftir sýningu var boðið upp á heitt súkkulaði, kaffi, vöfflur með rjóma og piparkökur. Sjoppa Nemendafélagsins vakti eins og alltaf mikla lukku hjá yngstu krökkunum. Við þökkum öllum sem mættu innilega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði sýningarinnar rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á yngsta stigi ásamt Rósahópi, elsta árgangi leikskólans Skýjborgar syngja lagið Á Sprengisandi.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |