Fullveldishátíð Heiðarskóla 2025

Í dag er Fullveldisdagurinn og því liðið 81 ár frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Að venju var haldin Fullveldishátíð Heiðarskóla og að þessu sinni fór hún fram sl. fimmtudag. Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt elsta árgangi barna í Skýjaborg fluttu skemmtileg tónlistaratriði og nemendur í 8. - 10. bekk sýndu leikritið Shrek. Húsið fylltist af gestum og boðið var upp á vöfflur, heitt súkkulaði og piparkökur eftir sýningu nemenda. Fyrir hönd Nemendafélags Heiðarskóla þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð nemenda.