Fullveldishátíð Heiðarskóla

Fullveldishátíð Heiðarskóla var haldin s.l. föstudag. Að þessu sinni var hún með breyttu sniði vegna gildandi takmarkana og engir utanaðkomandi gestir í húsi. Hátíðin var haldin á skólatíma og einungis nemendur og starfsmenn á staðnum. Nemendur á unglingastigi sýndu leikritið "Jólasveinar" og nemendur í 1. og 2. bekk sýndu myndband af sinni sýningu um Fóu Feykiróu. Sýningarnar voru báðar mjög skemmtilegar og nemendum til sóma.