- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Fjölmennt var á Fullveldishátíð Heiðarskóla í dag. Nemendur stóðu sig með stakri prýði við allan undirbúning, á æfingum og á sýningunni sjálfri. Að þessu sinni voru það nemendur í 1. - 3. bekk ásamt Krókódílahópi úr Skýjaborg sem fluttu atriði og unglingar sýndu leikþáttinn Grín úr ýmsum áttum. Eftir sýningu var boðið upp á heitt súkkulaði og vöfflur sem nemendur í 9. bekk sáu um að baka. Nemendafélag Heiðarskóla þakkar öllum fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði sýningarinnar rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |