- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Við erum stolt af börnunum sem stóðu sig með stakri prýði á Fullveldishátíð skólans í gær. Sigríður Elín, nemandi í 10. bekk og formaður Nemendafélags skólans, flutti ávarp og var jafnframt kynnir kvölsins. Valgerður Jóna, fulltrúi Foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, færði Heiðarskóla spil í afmælisgjöf. Það voru þau Brynja Lind, Kristaps og Brimrún sem tóku við spilunum fyrir hönd skólans. Færum við Foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir. Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi spiluðu nokkur lög. Börnin í Skýjaborg og nemendur í 1. bekk sungu Búkollulagið með dyggri aðstoð nokkurra söngvara úr 2. bekk og nemendur í 2. - 4. bekk fluttu leikþáttinn "Hver er sterkastur?". Börnin sameinuðust síðan í lokalaginu; "Lífið er yndislegt" og átti það einstaklega vel við því börnin okkar eru yndisleg. Að lokum var boðið upp á heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. Í myndaalbúm skólans eru komnar myndir frá hátíðinni. Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla þakka öllum kærlega fyrir komuna.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |