Fyrirlestur um góð samskipti

Í dag fengum við góða fyrirlesta um jákvæð samskipti og hvernig hver og einn getur valið að vera jákvæður leiðtogi, hjálpað  öðrum og látið gott af sér leiða. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræði, kom í heimsókn og kenndi nemendum skólans góðar leiðir í jákvæðum samskiptum. Fyrirlestrarnir fyrir nemendur skólans voru í boði Ungmennafélagsins og færum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Vanda hélt einnig gagnlegan fyrirlestur fyrir starfsmenn Leik- og grunnskóla í lok dags.