- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær var fyrsti skólasamstarfsdagur vetrarins, elsti árgangur Skýjaborgar kom í Heiðarskóla. Börnin byrjuðu daginn með hreyfistund í íþróttasalnum. Eftir það skoðuðu þau skólalóðina. Sigga Lára tók á móti krökkunum og sýndi þeim Heiðarskóla, börnin heimsóttu bekki á öllum stigum og fengu að sjá krakkana læra. Þau kíktu líka í list- og verkgreinar, sungu lag og enduðu skoðunarferðina á því að kíkja í mötuneytið. Þar fengu þau t.d. að sjá mjög stóran ísskáp og sumir fóru inn í ísskápinn. Börnin enduðu daginn á bókasafninu, skoðuðu bækur og léku sér. Í myndaalbúm eru komnar myndir.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |