- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í tilefni af Barnamenningarhátíð á Akranesi 23.-31. maí fengum við í Skýjaborg tvær skemmtilegar heimsóknir.
Birte og Imma kíktu í heimsókn, sögðu börnunum sögu af skrímslum og sungu með börnunum. Birte og Imma hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman og má sjá nánar hér: Birte- og Immustund (bornogtonlist.net). Hér má lesar nánar um Birte Harksen, en hún hefur staðið að fjölmörgum skemmtilegum og gagnlegum verkefnum: https://www.bornogtonlist.net/um/birte-harksen/
Þær Halldóra og kristrún komu einnig í heimsókn til okkar frá Byggðasafninu að Görðum. Þær voru með fjörfróðleik og sögðu okkur söguna um Katanesskrímslið. Börnin fengu að smakka fjörukál og söl, hlusta á hljóðið í kuðungi og margt fleira skemmtilegt. Það komu einnig skemmtilegar umræður um hvað væri satt og hvað væru kjaftasögur, en börnin voru sammála um enginn þeirra hefði séð skrímsli og því væru þau ekki til. Virkilega fræðandi og skemmtilegt erindi hjá þeim.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |