Gestir frá Kanada

Gestirnir okkar frá Kanada tóku þátt í skólastarfinu með okkur í dag. Í hópnum eru fjórir nemendur sem gista hjá íslenskum gestgjöfum í Hvalfjarðarsveitinni. Þeir héldu kynningu fyrir nemendur okkar í 3. og 4. bekk á ensku og börnin okkar hlustuðu af athygli. Eftir kynninguna vöknuðu margar spurningar og óhætt að segja að við lærðum mikið. M.a. kom fram að nemendum frá Kanada finnst mjög gott að börnin í Heiðarskóla fá morgun- og hádegismat. Í þeirra skóla koma börnin með sinn eigin hádegismat. Skólinn þeirra er nálægt skógi þar sem eru dádýr og birnir. Krakkarnir sögðu frá því að ef farið er í skóginn þurfa alltaf að vera tveir fullorðnir með og sérstakt sprey til að fæla birnina frá. Annars eru birnirnir yfirleitt rólegir og láta fólk í friði ef þeir eru látnir í friði. Þeim fannst líka skólabílarnir okkar mjög flottir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn eftir kynninguna í dag.