Gestir frá Kanada kvaddir í dag

Í dag kvöddum við okkar góðu gesti frá Kanada. Kanadísku nemendurnir fluttu kynningu á daglegu lífi í Kanada fyrir alla nemendur skólans, svöruðu fyrirspurnum og alls kyns umræður um hvað væri líkt og ólíkt á milli landanna fóru fram. Ýmsilegt fleira var gert t.d. gönguferð upp að Berghylnum og hitavatnsuppsprettu, hópeflisleikir, námverkefni ýmiss konar og nemendur okkar á miðstigi útbjuggu Kahoot leik um Ísland og Kanada og tóku með gestunum. Þetta var líka einstakt tækifæri fyrir okkur að æfa okkur í ensku og í 3. og 4. bekk var t.d. enskuþema alla vikuna. Síðan er fyrirhugað að einhverjir starfsmenn og nemendur Heiðarskóla heimsæki okkar góðu vini í Kanada næsta vor. Það var ekki annað að sjá og heyra en gestirnir hefðu notið dvalarinnar og við þökkum þeim innilega fyrir góða og gagnlega daga með okkur. Að lokum viljum við þakka fjórum fjölskyldum alveg sérstaklega fyrir þeirra hlut í þessu samstarfsverkefni en nemarnir dvöldu heima hjá þeim og nutu þeirra gestrisni utan skóladagsins. Takk kærlega fyrir ykkar hlut.