Gjöf til Skýjaborgar frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar

Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar gaf leikskólanum sex sæta fjölburakerru nú í morgun. Mikil gleði var bæði hjá börnum og starfsfólki. Við afhendinguna hlupu nokkur börn út á sokkunum til að prófa. Kerran mun leysa gömlu kerruna af hólmi, sem er þung og erfið aksturs. Kaupin koma bæði börnum og starfsfólki til góðs með heilsueflingu og auknum tækifærum á útivist í nærumhverfi leikskólans. Við þökkum ungmennafélaginu kærlega fyrir höfðinglega gjöf.