Góð gjöf

Á dögunum fengu nemendur í fyrsta bekk góða gjöf frá Minningarsjóði Einars Darra. Bókin heitir Tilfinninga Blær og er fræðslubók um tilfinningar. Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar sínar. Við þökkum Minningarsjóðnum innilega fyrir góða gjöf.