Góð þáttaka í lestrarátaki Ævars vísindamanns

Ævar vísindamaður hélt sitt fimmta og hinsta lestrarátak fyrstu tvo mánuði ársins. Nemendur Heiðarskóla voru hvattir til þess að taka þátt og stóð ekki á viðtökum. Lestrarmiðarnir hrúguðust inn og þegar allt var talið kom í ljós að nemendur í 1.-7. bekk lásu samtals 429 bækur á tímabilinu. Auk þess lásu foreldrar og forráðamenn samtals 21 bók.

Nú fara miðarnir okkar í umslag og verða sendir til Heimilis og skóla. Þar verður dregið úr innsendum miðum af öllu landinu og fá heppnir lesarar að vera sögupersónur í nýrri skáldsögu eftir Ævar.