Gönguferð unglingastigsins – gleði, sól og samvera

Nemendur gengu tæplega 10 km leið milli Hótel Hafnarfjalls og Hafnar í yndislegu veðri s.l. fimmtudag. Að lokinni göngu var farið í sund í Borganesi, þar sem allir nutu þess að slaka á eftir góðan dag og nældu sér jafnvel í smá sólbrúnku.

Eins og hefð er fyrir var svo gist í Skátaskálanum í Skorradal. Börnin skemmtu sér vel – sum gengu niður að vatninu, önnur spiluðu, tóku þátt í leikjum eða jafnvel fengu sér nýja klippingu.

Nóttin gekk vel og flestir sofnaðir um miðnætti eftir langan og skemmtilegan dag. Ferðin var ánægjuleg og hefur vonandi skapað góðar minningar.