- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur gengu tæplega 10 km leið milli Hótel Hafnarfjalls og Hafnar í yndislegu veðri s.l. fimmtudag. Að lokinni göngu var farið í sund í Borganesi, þar sem allir nutu þess að slaka á eftir góðan dag og nældu sér jafnvel í smá sólbrúnku.
Eins og hefð er fyrir var svo gist í Skátaskálanum í Skorradal. Börnin skemmtu sér vel – sum gengu niður að vatninu, önnur spiluðu, tóku þátt í leikjum eða jafnvel fengu sér nýja klippingu.
Nóttin gekk vel og flestir sofnaðir um miðnætti eftir langan og skemmtilegan dag. Ferðin var ánægjuleg og hefur vonandi skapað góðar minningar.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |