- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Börnin í 1.-3. bekk fóru saman í gönguferð föstudaginn 29. ágúst. Allir fengu að velja sér nesti, settu það í bakpokann sinn og svo var arkað af stað. Gengið var upp með Leiránni og voru margir sem veltu því fyrir sér hvaðan allt þetta vatn kæmi. Nestið var snætt í gömlu sundlauginni og allir fengu tækifæri til þess að leika sér dálítið áður en haldið var heim á leið. Veðrið lék við hópinn og sóttist gangan vel þrátt fyrir að stórþýft væri á köflum. Komnar myndir á myndasafnið.
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |