Grænfánaverkefni

Síðast liðinn föstudag var samverustund í matsalnum þar sem allir nemendur skólans unnu grænfánaverkefni. Pælingin var að semja hvatningarorð og/eða teikna mynd sem hvetur fólk til að draga úr plastpokanotkun og nýta fjölnota poka í innkaupum. Notaleg stemning var í matsalnum og greinilegt að nemendur hafa skoðanir á þessum málum. Til stendur að setja afraksturinn upp á sýningu í skólanum.