- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Börnin í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar óskuðu á sínum tíma eftir samstarfi við sveitarfélagið um að fara í framleiðslu á fjölnota pokum fyrir heimilin í Hvalfjarðarsveit. Sveitarfélagið tók mjög vel í beiðni barnanna og nú á vordögum litu pokarnir dagsins ljós. Það voru þær Freyja Kolfinna Elmarsdóttir úr Skýjaborg og María Björk Ómarsdóttir nemandi í 8. bekk Heiðarskóla sem hönnuðu myndirnar á pokana og sveitarfélagið sá um allan kostnað. Börnin vilja með þessu framtaki hvetja fólk til að draga úr plastnotkun en eins og flestum er kunnugt þá brotnar plast eiginlega ekki niður í náttúrunni og hefur mjög slæm áhrif á lífríkið. Nú hafa öll heimili sveitarfélagsins fengið pokana að gjöf frá börnunum úr Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Við færum sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir þeirra þátttöku í verkefninu - við erum mjög stolt af pokunum.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |