- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Umhverfisnefnd Heiðarskóla samþykkti á fundi sínum fyrr í haust að taka þátt í alþjóðlega góðgerðarverkefninu Jól í skókassa. Verkefnið felst í því að gleðja börn sem búa við erfiðar aðstæður, fátækt og sjúkdóma með því að senda þeim jólagjafir í skókössum.
Skókassarnir verða sendir til barna í Úkraínu og er markmiðið að færa þeim hlýju og gleði um jólin. Nemendur Heiðarskóla sýndu verkefninu mikinn áhuga og tóku virkan þátt í söfnun og undirbúningi gjafanna. Í dag fóru 12 skókassar frá Heiðarskóla – fullir af leikföngum, hreinlætisvörum og öðrum glaðningi sem vonandi mun gleðja börn í Úkraníu.
|
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |