Grænfáninn afhentur í sjötta sinn

Á skólaslitum þann 4. júní s.l. fékk Heiðarskóli grænfánann afhentan í 6. sinn fyrir vel unnin störf í umhverfismennt. Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd kom og afhenti skólanum grænfánann. Katrín ræddi um mikilvægi þemaverkefna sem skólinn hefur unnið með s.l. tvö ár en þau eru "lýðheilsa" og "hnattrænt jafnrétti". Katrín ræddi líka um merkingu grænfánans. Á meðfylgjandi mynd má sjá umhverfisnefnd Heiðarskóla, skipaða fulltrúa úr hverjum bekk, taka við grænfánanum.