Grænlenskur kór í heimsókn

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Tólf manna kór frá Grænlandi kom í heimsókn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar-sveitar. Gestirnir byrjuðu á að heimsækja leikskólann Skýjaborg og í framhaldinu Heiðarskóla. Þeir skoðuðu skólann, héldu stutta tónleika eftir hádegið og svöruðu skemmtilegum spurningum barnanna, þeir fengu t.d. spurninguna búa krókódílar á Grænlandi og ísbjarnaspurningarnar voru vinsælar. Gaman að segja frá því að einn kórmeðlimurinn hafði einu sinni á ævinni séð ísbjörn og það var í dýragarði í Danmörku. Gestirnir færðu okkur að lokum góðar gjafir. Bestu þakkir fyrir okkur, ótrúlega skemmtilegt eins og sjá má af myndum sem komnar eru inn á myndasafnið.

Meira...