- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var gróðursetningardagur í Heiðarskóla. Nemendur settu niður kartöflur og gróðursettu bæði birki og grenitré úr uppeldisreit. Að vanda fengum við okkur til aðstoðar Eyjólf í Hlíð sem sá um að undirbúa jarðveginn fyrir gróðursetninguna og vera með réttu tækin og tólin. Óhætt er að segja að nemendur og starfsmenn hafi unnið gott starf í dag með dyggri og ómetanlegri aðstoð Eyfa sem sá um að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Við færum honum bestu þakkir fyrir aðstoðina í dag. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 1. og 2. bekk setja niður kartöfluútsæði.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |