Hádegistónleikar í dag í Heiðarskóla

Í dag voru hádegistónleikar í Heiðarskóla, nemendur sem stunda nám í Tónlistarskólanum á Akranesi fluttu ljúfa tóna í hádeginu undir leiðsögn Steinunnar Árnadóttur píanókennara. Við erum ævinlega þakklát fyrir samstarfið við Tónlistarskólann á Akranesi. Tónlistin gerir lífið fjölbreyttara og skemmtilegra.