- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Einstaklega vel heppnuð hæfileikakeppni var haldin í Heiðarskóla í dag. Öllum var frjálst að taka þátt og að þessu sinni voru 11 fjölbreytt og skemmtileg atriði á dagskrá, má þar m.a. nefna söng, dans, hlóðfæraleik og brandara. Dómnefnd átti úr vöndu að ráða þegar ákveða þurfti úrslit. Í 3. sæti lenti Þóra Kristín Arnfinnsdóttir með söngatriði, í 2. sæti voru þeir Alexander Solovei og Einar Ásmundur Baldvinsson sömuleiðis með söngatriði og í 1. sæti var Mattías Bjarmi Ómarsson en hann spilaði lagið "Ég á líf" á píanó. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegarana. Við þökkum þeim og öðrum þátttakendum fyrir frábæra hæfileikakeppni. Það var mikil gleði að fá loks að halda viðburð sem þennan þar sem allir voru saman og engar takmarkanir í gangi. Áhorfendur í sal stóðu sig líka sérlega vel við að hvetja og fagna þátttakendum.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |