- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Á miðvikudagskvöldið var bryddað upp á þeirri nýjung að halda Haustball. Í öðrum skólum eru haldin busaböll og rósaböll með þeim tilgangi að bjóða 8. bekkinga velkomna í unglingadeildina. Okkur langaði til að gera það sama en ákváðum að kalla okkar skemmtun Haustball.
10. bekkur sá um skipulagningu og undirbúning undir dyggri stjórn Hrafnhildar íslenskukennara. Öllu var snúið á hvolf, allt dót úr félagsrými flutt í eina stofu og húsgögn úr þeirri stofu yfir í aðra. Félagsrýmið var svo nýtt sem dansrými með tilheyrandi græjum og diskóljósum.
Nemendur í 10. bekk tóku á móti 8. bekkingum með rósum og möffins og mældist það vel fyrir. Kvöldið var vel heppnað og krakkarnir skemmtu sér vel. Þessi viðburður er örugglega kominn til að vera. Komnar myndir inn á myndasafnið.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |