- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Miðstigsnemendur ætluðu að fara í fjallgöngu upp að Snók í Skarðsheiði en vegna þoku í fjallinu var farið í gönguferð upp með Leirá og að fjallsrótum. Þar er gömul skógrækt með háum grenitrjám sem gaman er að skoða. Á leiðinni stoppuðum við m.a. við rústirnar af gömlu sundlauginni og gamlan sumarbústað sem er í niðurníðslu en það gerir hann bara meira spennandi. Við fengum fínt veður en það rigndi aðeins í upphafi göngu. Sumir höfðu á orði að þetta hefði verið lengsta ganga lífsins en allir stóðu sig vel og við komuna í skólann grilluðu kennarar pylsur ofan í mannskapinn sem runnu ljúflega niður. Fínn dagur og vonandi komumst við á Snókinn síðar.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |