Haustferð miðstigs

S.l. fimmtudag fóru nemendur á miðstigi í haustferð í Skorradal þar sem allir nutu sín í góða veðrinu, grillaðar voru pylsur og börnin nutu sín í náttúrunni, kíktu á ber og léku sér. Eftir hádegið fór hópurinn í sund í Borgarnesi. Mikil ánægja var meðal nemenda og starfsmanna með ferðina.