Haustferð unglingastigs

Nemendur unglingadeildar fóru í sína árlegu haustferð í dag. Að þessu sinn var hjólað frá Heiðarskóla yfir í Skorradal. Hjólaferðin gekk nokkuð vel þrátt fyrir einhvern vind en þegar í Skátaskálann var komið kom babb í bátinn þegar í ljós kom að skálinn sem átti að gista í hafði verið tvíbókaður og því ekkert pláss fyrir okkar hjólafólk. Því var brugðið á það ráð að fá gistingu í Brautartungu í Lundareykjadal fyrir hópinn, þar er fínasta aðstaða og allir ánægðir með lausnina. Hópurinn hjólar svo frá Skátaskálunum í Heiðarskóla í fyrramálið.