Haustferð unglingastigs

Að venju fóru nemendur á unglingastigi í sína árlegu haustferð. Lagt var af stað frá Heiðarskóla s.l. fimmtudagsmorgun og ekið inn í Hvalfjarðarbotn þar sem hópurinn hóf göngu um Síldarmannagötur. Gangan var drjúg og löng en veðrið lék við göngufólk og allir komust yfir. Rúta tók á móti hópnum í botni Skorradals og ók með þreytta ferðalanga í Skátaskálann í Skorradal þar sem hópurinn gisti. Á meðfylgjandi mynd má sjá gönguhópinn í upphafi ferðar.