Haustferð yngsta stigs

Yngsta stig fór í haustferð í Vatnaskóg. Þar var vel tekið á móti okkur og lékum við okkur saman í skóginum, við vatnið og í íþróttahúsinu. Grillaðar voru dásemdar pylsur í hádeginu og súkkulaði kex í dessert. Börn og fullorðinir voru alsæl með daginn.