Haustferðir

Á miðvikudaginn fóru nemendur skólans í haustferðir. Yngsta stig kíkti á bókasafnið og Byggðasafnið á Akranesi. Miðstig fór í Skorradal og unglingastig gekk yfir Skarðsheiði. Eftir göngu fór hópurinn í Skátaskálann í Skorradal og gisti þar yfir nótt. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn í gönguferðinni.