- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Heiðarskóla barst rausnaleg gjöf í sumar í formi skógræktar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi og jafnframt fyrsti skólastjóri skólans, gaf skólanum vinnuframlag og 50 plöntur til uppbyggingar skógarlunds við Heiðarskóla. Lundurinn á í framtíðinni eftir að veita okkur skjól og hlýju. Skógarlundurinn er jafnframt hugsaður fyrir gjafaplöntur sem skólanum berast. Hugmyndin að skógarlundinum er alfarið Sigurðar og erum við afskaplega ánægð með framtakið. Feðgarnir frá Hlíð í Hvalfjarðarsveit þeir Eyjólfur og Hlynur sáu um undirbúning og framkvæmd verksins, færum við þeim bestu þakkir fyrir. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Guðmundsson og fjölskyldu hans í dag þar sem skógarlundurinn var skoðaður í blíðskaparveðri. Við færum Sigurði bestu þakkir fyrir gjöfina og velvild í garð skólans.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |