Heiðarskóli fær grænfánann í 7. sinn

Það var hátíðardagur hjá okkur á föstudaginn þegar umhverfisnefnd skólans tók á móti sjöunda grænfána Heiðarskóla. Sigurlaug frá Landvernd kom og tilkynnti nemendum skólans að skólinn væri að uppfylla skilyrði til endurnýjunar grænfánans. Í umsagnarskýrslu kom m.a. fram að sjálfbærni væri samþætt öllu námi, skólinn væri flottur grænfánaskóli og í skólanum væri unnin fjöldinn allur af flottum verkefnum sem væru orðin fastur liður í skólastarfinu. Í tilefni dagsins var öllum nemendum boðið upp á skúffuköku með grænu kremi í eftirrétt.