- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fengum við góðan gest í heimsókn, Ara Ólafsson, frá Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Hann færði skólanum ljósakassa að gjöf. Kassinn var settur saman í tilefni af ári ljóssins og flestir grunnskólar landsins hafa nú þegar fengið kassann. Kassinn inniheldur íhluti til verklegrar kennslu í ljósfræði; ljóskastara, skautunarsíur, leisigeisla, ljósgreiður og sitthvað fleira sem nýta má til sýnikennslu, athugana og skapandi verkefna. Nánar má fræðast um kassann á: http://visindasmidjan.hi.is/ljosakassi_visindasmidjunnar
Heiðarskóli þakkar kærlega fyrir sig.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |