- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var nemendum okkar á miðstigi boðið í heimsókn í Skógarskóla (gamla Heiðarskóla). Nokkur rússnesk ungmenni eru stödd í Skógarskóla þessa dagana og þau héldu stutta kynningu fyrir nemendur. Ungmennin voru klædd í gervi persóna úr tölvuleikjum og bíómyndum. Hópurinn ræddi tölvuleiki við krakkana og sagði þeim jafnframt frá skapandi vinnu sem fólgin er í því að búa til tölvuleiki, búninga og fylgihluti persóna. Heiðarskólanemendur fengu líka að prófa nokkra fylgihluti og skoða tölvuleiki. Þeir höfðu mjög gaman af heimboðinu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |