- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fóru nemendur okkar í 8. - 10. bekk í hjólaferð. Hjólað var frá Heiðarskóla í Skátaskálann í Skorradal. Hópurinn gisti í skálanum í nótt. Hjólaferðin gekk vonum framar og voru allir sáttir og sælir, bæði nemendur og kennarar. Ferðin að Skátaskálanum gekk áfallalaust og fór hver á sínum hraða, sumir jafnvel löbbuðu megnið af leiðinni (sá hópur ákvað að kalla sig afturgöngurnar, því hann gekk aftast). Stoppað var á Þórisstöðum þar sem hópurinn grillaði pylsur og hvíldi sig aðeins fyrir seinni hluta ferðarinnar. Hópnum var skutlað upp Dragann og "rúllaði" svo niður nánast alla leið að Skátaskálanum. Á meðan Grillmaster 2000 undirbjó grillið fóru nokkrir ofurhugar og böðuðu sig í Skorradalsvatni. Grillmasterinn bauð upp á dýrindis lambakjöt og krakkarnir borðuðu eins og þeir gátu í sig látið. Um kvöldið var hin víðfræga spurningakeppni Gettu betur í vetur og voru það Spaðarnir sem höfðu betur að þessu sinni. Heimferðin var mjög skemmtileg þar sem vindurinn og brekkurnar sáu að mestu leyti um að koma fólkinu heim. Þessi ferð var frábær í alla staði og krakkarnir yndislegir, hjálpsamir og glaðir.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |