Hjólahjálmar

Á dögunum mættu til okkar góðir gestir frá Kiwanis og gáfu nemendum okkar í 1. bekk reiðhjólahjálma. Hildur Karen var einnig með fræðslu fyrir börnin um mikilvægi þess að nota hjálminn alltaf þegar maður er á hjóli, línuskautum, hlaupbretti eða öðrum hjólatækjum. Hún sýndi börnunum einnig hvernig á að stilla hjálminn en það er mjög mikilvægt að hjálmurinn sitji rétt á höfðinu. Að lokum sýndi Hildur Karen þeim skemmtilega tilraun með eggi til að sýna þeim í raun gagnsemi þess að nota ávallt hjálm. Á meðfylgjandi mynd er 1. bekkurinn með hjálmana ásamt gestunum okkar góðu. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða gjöf og mikilvæga fræðslu.