Hjólahjálmar í 1. bekk

Á dögunum mættu til okkar Hildur Karen, menntaður grunnskólakennari, ásamt fulltrúa frá Kiwanis. Hildur Karen hitti börnin í 1. bekk og fræddi þau um mikilvægi þess að nota hjálm. Hildur sýndi börnunum líka hvernig rétt stilltur hjálmur á að vera á höfðinu. Að lokum fengu börnin gefins hjólahjálm frá Kiwanis. Við þökkum kærlega fyrir góðar gjafir og gagnlega forvarnarfræðslu.