- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Hrekkjavakan var í dag og við gerðum okkur heldur betur dagamun í Heiðarskóla. Þeir sem vildu máttu mæta í búningum og ekki var annað að sjá en að börn og starfsmenn væru að njóta í botn. Á yngsta stigi var haldið ball, nemendur á miðstigi fengu snakk og horfðu á mynd ásamt því að vera i alls kyns leikjum, nemendur á unglingastigi horfðu á mynd og máttu hafa með sér smá góðgæti. Í tilefni dagsins bauð mötuneytið upp á frostpinna í eftirrétt í hádeginu. Á myndinni sem fylgir fréttinni eru nemendur á miðstigi og af svipunum má sjá að mikil gleði var með eftirréttinn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |